Í dag er Þriðjudagur 25. júlí 2017
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

24. júl 21:14 -

Aron Pálmarsson rekinn frá Vesprem

Aron Pálmarsson leikmaður Vesprem hefur verið rekinn frá félaginu og hefur félagið sent frá sér tilynningu um málið. Málið er að Aron mætti ekki á æfingu í dag hjá félaginu og hafi farið til Íslands og það hafi verið tilkynnt korteri fyrir æfingu liðsins með sms frá Aroni sjálfum. Þjálfari liðsins tilkynnti forráðamönnum Vesprem í framhaldinu að hann vilji ekki ... Lesa meira »

24. júl 19:04 -

HM U-21 | Ísland mætir Túnis í 16 liða úrslitum

U-21 árs landsliðið mun mæta Túnis mönnum í 16 liða úrslitum á HM í Alsír en það varð ljóst nú í kvöld eftior að Túnis tapaði fyrir Spánverjum. Tún­is hafnaði í þriðja sæti C-riðils og Ísland í öðru sæti D riðils en íslenska liðið steinlá gegn Króötum í útrslitaleik um efsta sæti okkar riðils í dag. 16 liða útslitin fara ... Lesa meira »

24. júl 17:57 -

Karlalið Gróttu fær erlenda skyttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Svíann Maximilian Jonsson um að leika með liðinu til næstu tveggja keppnistímabila. Maximilian eða Max, eins og hann er jafnan kallaður er 195 cm á hæð, 28 ára gamall og spilar stöðu hægri skyttu. Maximilian hefur leikið seinustu þrjú leiktímabil í Frakklandi fyrst með Nancy og nú seinustu tvö ár með Istres handball í ... Lesa meira »

24. júl 15:03 -

A-landslið kvenna | Sandra Erlings kemur inn í stað Theu Imani

HSÍ Fimmeinn

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tekið Söndru Erlingsdóttir úr ÍBV inn í 17 manna landsliðshópinn sem hefur nú æfingar  í Reykjavík en einnig verður spilað í Kaupmannahöfn við danska liðið Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Sandra kemur inn í stað Theu Imani Sturludóttur sem verður að draga sig til baka vegna meiðsla. Þessi æfingarhrina er undrbúningur íslenska liðsins fyrir undankeppni ... Lesa meira »

24. júl 12:32 -

HM U-21 | Ísland endaði riðilinn með tapi á móti Króatíu

Íslenska U-21 árs landslið karla tapaði í dag á móti Króatíu 29-26 þar sem íslensku strákarnir köstuðu möguleikanum frá sér í afskaplega lélegum fyrri hálfleik. Íslenska liðið sem átti frídag í gær virtist hreinlega ekki vera komi’ úr því fríi í byrjun leiks í dag og menn greinilega ekki tilbúnir í þennan úrslitaleik. Króatía yfirspilaði íslenska liðið strax í byrjun ... Lesa meira »

22. júl 21:14 -

HM U-21 | Marokkó engin hindrun fyrir strákana okkar

Ísland og Marakkó mættust í dag í 4. leik riðlakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða. Eftir rólegan fyrri hálfleik keyrðu íslensku strákarnir yfir lið Marakkó í síðari hálfleik. Það voru ekki mikil læti í fyrri hálfleik, bæði lið virtust frekar róleg. Ísland leiddi þó allan fyrrihálfleik. Ísland komst í 4-2 og 6-3 og virtust ætla að keyra yfir Marakkómenn. Leikurinn jafnaðist hinsvegar ... Lesa meira »

22. júl 0:48 -

Kristján Gaukur: „Reikna með Rússum eða Brasilíu gegn okkur í 16 liða“

Kristján Gaukur Kristjánsson er einn þeirra íslendinga sem eru að fylgjast með íslenska U-21 árs landsliðinu á HM í Alsír en Kristján er faðir Kristjáns Arnar stórskyttu íslenska liðsins. Við ræddum við Kristján eftir sigurinn gegn Alsír og hvernig hann sjálfur væri að upplifa þetta HM mót og auðvitað fengum við hann líka til að skoða möguleikana sem hann sæji ... Lesa meira »

22. júl 0:24 -

Arnar Freyr: „Ekki gott að vera búnir að skora 1 mark eftir 15 mínútur“

Arnar Freyr Arnarsson leikmaður, IFK Kristianstad og íslenska u-21 árs liðsins hefur staðið í ströngu á mótinu bæði á línunni og ekki síður varnarlega. Arnar segir að lið Alsír hafi ekkert verið erfiðara en hann átti von á þeir sjálfir hefðu verið að klúðra of miklu í fyrri hálfleik. Íslenska liðið hefði svo náð að kalla fram sinn leik eftir ... Lesa meira »

21. júl 23:58 -

Sigtryggur Rúnarsson: „Fjöldinn og lætin í höllinni kom okkur á óvart“

Sigtryggur Daði Rúnarsson leikmaður Aue í þýsklandi og Íslenska U-21 árs landsliðsins sagði við Fimmeinn í kvöld eftir sigurinn á Alsír að fyrst og fremst væri hann sáttur með bæði stigin. Þeir hefðu verið að fá talsvert af klaufamörkum á sig og eins hefði sóknarleikur liðsins ekki verið nægilega góður í upphafi. Það hefði verið talsverð læti í höllinni og ... Lesa meira »

21. júl 23:48 -

HM U-21 | Tölfræðin úr sigrinum gegn Alsír

Íslensku strákarnir sigruðu Alsír í kvöld með 25 mörkum gegn 22 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 11-10. Ísland er því enn í efsta sæti D-riðils með 6 stig eins og Króatía en Ísland er með betri markatölu. Næsti leikur liðsins er svo gegn Marakkó á morgun og líklegt að við spilum svo úrslitaleik um efsta sætið ... Lesa meira »

21. júl 23:15 -

Óðinn Þór: „Skrokkurinn ennþá bullandi ferskur“

Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður Íslenska U-21 árs landsliðsins hefur verið sjóðandi heitur á mótinu og skorað 18 mörk í þremur leikjum liðsins og er markahæsti leikmaður liðsins. Íslenska liðið lenti í talsverðum vandræðum með Alsír í fyrri háfleiknum í dag en náði sér á strik í þeim seinni og unnu baráttu sigur og eru þar með enn efstir í riðlinum. ... Lesa meira »

21. júl 21:17 -

HM U-21 | Íslenskur sigur gegn Alsír í erfiðasta leik Íslands til þessa á mótinu

Íslenska U-21 árs landsliðið sigraði sinn 3 leik í röð þegar það lagði Alsír í kvöld, 25-21. Þessi leikur sá erfiðast sem íslenska liðið hefur spilað hingað til í keppninni og +Islenska liðið komst ekki yfir í leiknum fyrr en í seinni háfleik. Fyrri hálfleikur var eiginlega hálf furðulegur og aðeins 5 mörk komin eftir korters leik en þá var ... Lesa meira »

20. júl 17:21 -

Sigrún Birna færir sig yfir í Aftureldingu

Sigrún Birna Arnardóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Aftureldingu. Sigrún Birna er fædd 1994 og er skytta/miðjumaður og kemur til frá Fylki en hún þekkir ágætlega til Harlds Þorvarðarssonar enda lék hún undir hans stjórn stóran part af síðasta vetri. Sigrún Birna hefur verið í úrtakshópum fyrir U-16 og 18 ára landsliðshópunum. Hún hefur þó lengs af spilað ... Lesa meira »

20. júl 11:00 -

HM U-21 | Tölfræði Íslands eftir fyrstu tvo leikina

Íslenska U-21 árs landsliðið hefur nú sigrað tvo fyrstu leiki sína á HM í Alsír og þó mótherjarnir, Argentína og Saudi Arabía séu mun lakari en íslenska liðið hafa strákarnir sýnt flotta gegnheila leiki. Skotnýting liðsins er afar góð eða 80% og hefur liðið skorað alls 84 mörk í þessum tveim leikjum og fengið á sig 51 mark. Vörnin hefur ... Lesa meira »

20. júl 10:00 -

Grétar Ari: „Maður gerir bara sitt besta í bæði undirbúningi og á vellinum“

Grétar Ari Guðjónsson markmaður U-21 árs landsliðsins er sá markmaður sem flestar mínútur hefur staðið milli stangana af markvörðum íslenska liðsins og hefur komist ágætlega frá sínu. Grétar sagði í stuttu spjalli við okkur á Fimmeinn eftir sigurinn gegn Saudum í gær að lítið hefði verið að koma á óvart það sem af væri í leikjunum. Hlutirnir virkuðu vel hjá ... Lesa meira »

Recent Posts