Í dag er Föstudagur 30. september 2016
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

30. Sep 11:47 -

Steinunn Björnsdóttir leikur með höfuðhlíf gegn Fylki í kvöld

mynd jGK

Steinunn Björnsdóttir lenti í höfuðáverkum í leik gegn Stjörnunni fyrr í vetur þar sem hún skall harkalega með ennið í gólfið og fékk talsverða áverka á eftir. Steinunn jafnaði sig þó eftir smá meðhöndlun og mætti aftur inn á völlinn með þrýstiband og kláraði leikinn. Það var hins vegar svo eftir leikinn að stór kúla eða æsli myndaðist á enninu ... Lesa meira »

30. Sep 11:00 -

Fram skoraði fleiri mörk gegn Haukum en Kiel 2004

fram kk

Það er var sjálfsagt lítið annað rætt um í handboltanum í gærkvöldi en útreiðin sem sjálfir Íslandsmeistarar Hauka fengu á heimavelli sínu í gær þegar þeir töpuðu 37-41 fyrir Fram. Eins og fram hefur komið var varnarleikur heimamanna allt annars staðar en í Schenkerhöllinni í gærkvöldi og það er langt síðan liðið hefur fengið á sig yfir 40 mörk í einum ... Lesa meira »

30. Sep 9:00 -

Arnar Birkir besti leikmaður Olís deildarinnar til þessa

arnar birkir

Arnar Birkir Hálfdánsson hefur verið stórkostlegur með Fram í þeim fimm leikjum og er máttarstólpi liðsins. Þeir álitsgjafar sem Fimmeinn ræddi við í gærkvöldi segja að Arnar sé tvímælalaust sá leikmaður sem spilað hefur að jafnaði best á mótinu til þessa og það sé aðdáunarvert að sjá hvernig formi drengurinn sé í. Það eru afar fáir leikmenn sem hafa átt ... Lesa meira »

29. Sep 22:48 -

Þorsteinn: „Svokallaðir sérfræðingar þekkja ekki helminginn af liðinu“

thorsteinn-gauti

Þorsteinn Gauti Hjálamrsson, leikmaður Fram, var að vonum í skýjunum eftir flottan útisigur á Íslandsmeisturunum í kvöld og sagði sigurinn virkilega sætan. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu vitað að Haukar væru ekki búnir að spila vel og þeir vissu að þetta hefði verið dauðafæri til að sigra þá. Ef við dettum í gang þá fer þessi vél bara að ... Lesa meira »

29. Sep 22:31 -

Guðmundur: „Segja bara allir áfram að við séum grísarar“

guðmundur  fram

Guðmundur Pálsson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með sigur á Haukum í dag og sagði undirbúning liðsins fyrir þennan leik vera lykillinn af þessum sigri. Hann fór þó varlega í að tala um hvar hann hefði séð veikleika Haukana fyrir leikinn en sagði að flestir sem hefðu horft á Haukaliðið vissu að varnarleikur liðsins væri alls ekki búinn að ... Lesa meira »

29. Sep 22:10 -

Gunnar Magnússon: „Mikil vonbrigði að horfa á liðið og ég hef áhyggjur“

gunnar magnússon

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var ómyrkur í máli við okkur eftir tapið gegn Fram í kvöld og skellti skuldinni á varnarleik liðsins. Þar sagði Gunnar að menn hefðu ekki spilað með sinni eðlilegri getu og menn hefðu varla komið út til að klukka sóknarmenn Framliðsins og varnarmenn sínir hefðu varla fengið á sig brottvísanir í leiknum. Vörn og markvarsla hefði ... Lesa meira »

29. Sep 19:57 -

Fyrsta tap Stjörnunnar kom á móti sterku ÍBV liði

Theodór er á toppnum. Mynd: Jóhannes ásgeir.

Eyjamenn sigruðu Stjörnuna í kvöld í Eyjum og það varð snemma ljóst í hvað stefndi, yfirburðir heimamanna talsverðir og þeir voru komnir í 4-1 eftir tæpar 10 míníutur. Heimamenn voru gríðarlega einbeittir þrátt fyrir að það vantaði stór nöfn í liðið eins og Róbert Aron, Stephen Nielsen og þá var Magnús Stefánsson ekki með í kvöld. Stjarnan, sem var án ... Lesa meira »

29. Sep 10:30 -

Halldór Jóhann: „Kom aðeins bakslag í meiðsli Ísaks“

Ísak Rafnsson

Það er greinilegt að FH-ingum vantar rétthenta skyttu til að létta undir með ungum leikmönnum sem eru að spreyta sig hjá liðinu. Ísak Rafnsson hefur verið á skýrslu í undanförnum leikjum og var á skýrslu hjá FH liðinu í gærkvöldi en kom þó ekkert við sögu í leiknum. Við spurðum Halldór Jóhann, þjálfara liðsins, út í meiðsli Ísaks og hvernig ... Lesa meira »

29. Sep 9:30 -

Ólafur Gústafs: „Ekkert slitið en liðbönd sködduðust“

ólafur gústafsson stjarnan kk

Eins og við greindum frá í síðustu viku meiddist Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar, á æfingu liðsins eftir að hafa misstigið sig illa. Í stuttu spjalli við Fimmeinn í gærkvöldi sagðist Ólafur hafa verið að koma úr myndatöku í gærmorgun og hún hefði sýnt að ekkert var slitið en liðbönd hefðu skaddast. Hann reiknaði með að þau tækju um 5-6 vikur að gróa ... Lesa meira »

29. Sep 8:30 -

Garðar B. Sigurjóns með Fimmeinn snappið á leið til Eyja með Stjörnunni

garðar b.

Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Stjörnunnar, verður með Fimmeinn-snappið í dag og það má búast við hörkufjöri hjá honum og liðsfélögum hans en þeir leggja snemma af stað til Eyja og leika þar við heimamenn. Hvort Stjörnumenn verða sjóveikir eða ekki kemur í ljós í dag en Garðar lofaði okkur miklu fjöri á leið til Eyja. Það ætti enginn að láta ... Lesa meira »

29. Sep 8:00 -

Ísland í dag | 5.umferð heldur áfram í Olís karla

fram kk

Tveir leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld en þá fara Stjörnummenn til Eyja og Íslandsmeistarar Hauka fá Fram í heimsókn. Haukar hafa aðeins innbyrt einn sigur í síðustu fjórum leikjum og sitja í dag í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig. Það er alger lágmarkskrafa, segja sjálfsagt margir Haukamenn, að liðið fari á sigurbraut í kvöld. ... Lesa meira »

28. Sep 23:13 -

Myndband | Lokakaflinn í leik Aftureldingar og FH

Afturelding

Afturelding sigraði FH með einu marki í kvöld og FH ingar fengu gott tækifæri til að ná alavega einu stigi undir lokin þegar þeir tóku leikhlé marki undir og 30 sekúndur voru til leiksloka. Það hins vegar nýttu þeir sér ekki og heimamenn fögnuðu ákaft í leikslok. Hér að neðan má sjá síðustu mínúturnar og sóknirnar í leiknum en þegar ... Lesa meira »